PERSÓNUVERNDARSTEFNA
PERSÓNUVERNDAR-
STEFNA
Almennt
Forsvarsmönnum Hættum að urða – Finnum betri lausnir (hér eftir HAU) er annt um friðhelgi einstaklinga og taka persónuvernd alvarlega. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu má sjá hvaða persónuupplýsingum HAU safnar um einstaklinga, í hvaða tilgangi og á hvaða lagagrundvelli það er byggt. Jafnframt er tiltekið hverjir eru viðtakendur upplýsinganna, hvaða réttinda einstaklingar njóta og hve lengi persónuupplýsingar eru varðveittar ásamt því að útlistaðar eru aðrar mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Persónuupplýsingar sem er safnað
Þær persónuupplýsingar sem HAU safnar eru nöfn og kennitölur sem fengnar eru beint frá einstaklingum.
Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga og lagagrundvöllur
Eitt af aðalmarkmiðum HAU er að safna undirskriftum sem verða síðan afhentar stjórnvöldum. Með því að skrifa undir undirskriftalistann samþykkir þú að nafn þitt birtist á listanum sem verður afhentur. Vinnsla persónuupplýsinga byggir því á samþykki sbr. 1. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018. Þú getur beðið um að undirskriftin þín birtist ekki opinberlega, til kynningar á verkefninu eða í öðrum markaðslegum tilgangi. Við munum aðeins nota undirskrift þína til að sýna stjórnvöldum að fjölmargir Íslendingar skora á þau að leita leiða til að hætta að urða.
Af hverju viljið þið fá kennitöluna mína?
Við söfnum kennitölum ekki saman og við berum kennitölur ekki saman við þjóðskrá eða notum kennitölu til að einkenna notandann. Kennitalan er notuð til að sannreyna hvort kennitala er lögleg og til að reikna út hversu mikið af rusli hefur verið urðað fyrir tiltekinn einstakling. Þær upplýsingar eru þó aðeins meðaltalsútreikningur og lesa má frekar um aðferðafræðina hér að ofan.
Afhending undirskrifta til umhverfisráðherra
Þær undirskriftir sem HAU safnar verða afhentar umhverfisráðherra í byrjun október í þeim tilgangi að skora á stjórnvöld að leita leiða til að hætta að urða sorp.
Réttindi einstaklinga
Hafi einstaklingar veitt samþykki fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga eiga þeir rétt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 að afturkalla samþykki sitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá njóta þeir einnig annarra réttinda, svo sem réttar til að vera upplýstir um vinnslu, réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þá og réttar til að flytja eigin upplýsingar. Hafa skal í huga að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.
Varðveislutími
Upplýsingarnar eru geymdar þar til stjórnvöld hafa farið yfir undirskriftalistann og verður þeim eytt eigi síðar en 31. desember 2019.
Öryggi persónuupplýsinga
Öll samskipti á milli notanda og vefþjóns eru keyrð í gegnum örugg gagnasamskipti (HTTPS). Þar að auki eru allar undirskriftir geymdar dulkóðaðar í gagnagrunni.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Dragi einstaklingar í efa að HAU meðhöndli persónuupplýsingar þeirra í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hafa þeir rétt til að senda erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).
Vafrakökur
Þegar þú notar vefinn verða sjálfkrafa til upplýsingar um heimsóknina sem við notum til að bæta upplifun þína og til að sýna þér auglýsingar á síðum eins og Facebook, Instagram og í gegnum miðla Google.
Notkun kakna
Finnumlausnir.is notar ReCaptcha til að tryggja að aðeins manneskjur skrifi undir. Notendur síðunnar falla því undir persónuverndaryfirlýsingu Google. Frekari upplýsingum er ekki safnað og við reynum ekki að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
Ábyrgðaraðili HAU er Íslenska gámafélagið ehf., kt. 470596-2289, Koparsléttu 22, 162 Reykjavík.
Samskiptaupplýsingar við HAU
Nafn: Hættum að urða – Finnum betri lausnir
Heimilisfang: Koparsléttu 22, 162 Reykjavík.
Netfang: finnumlausnir@finnumlausnir.is
AFTUR HEIM