Skorum á stjórnvöld að hætta að urða og finna betri lausnir.
Að urða þýðir að grafa sorp ofan í jörðina. Einu sinni var allt rusl urðað en í dag endurvinnum við mikið af því sem áður var talið sorp. Þrátt fyrir það er urðun ennþá gríðarstór vandi sem við þurfum að horfast í augu við.
Íslendingar urða 217.000 tonn af sorpi á hverju ári. Það eru meira en 20 Eiffel-turnar af rusli sem við gröfum í landið á ári hverju.
Þegar við gröfum rusl í jörðina getur jarðvegurinn mengast. Þannig getur drykkjarvatnið okkar mengast með óþarfa sóðaskap.
Þegar við gröfum rusl í jörðina eyðileggjum við verðmætan jarðveg til margra árþúsunda.
Rotnandi rusl skapar hættulegar gróðurhúsalofttegundir, eins og metan, sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Metan (CH4) er mun virkari en CO2 og á því stóran þátt í hlýnun jarðar.
Það er ekki sjálfbært að framleiða hluti, nota þá einu sinni og grafa þá síðan ofan í jörðina.
Það eru til lausnir, það sem þarf er hvati til að nýta þær. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir til að minnka og jafnvel stöðva urðun.
Með því að kaupa minna verður minna til af rusli. Veltu því fyrir þér hvort þú þurfir hlutinn og hversu lengi hann muni nýtast þér áður en hann verður að rusli.
Flokkaðu sorpið þannig að allt sem er endurvinnanlegt fari til endurvinnslu. Þannig nýtast hráefnin áfram.
Skoraðu á stjórnvöld
Með því að rífa niður og bræða plastið býr Plastplan til hringrásarkerfi þar sem einnota plast, umbúðir og pokar taka á sig mynd fjölnota hluta sem endast.
Þó að ekki sé hægt að vinna allt plast á þennan máta er þetta mikilvæg leið til að stemma stigu við plastúrgangi í heiminum.
Skoraðu á stjórnvöld
Hægt er að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríkan jarðvegsbæti og metangas sem nýtist sem orkugjafi. Þannig getur flokkun á lífrænum úrgangi nýst til sjálfbærrar framleiðslu sem stuðlar að nýtingu næringarefna og vistvænum samgöngum.
Með því að nota lífrænan úrgang í markvissum tilgangi tryggjum við að hringrás lífkeðjunnar haldist gangandi.
Skoraðu á stjórnvöld
Ruslið sem við höfum urðað er eftirsótt í orkuverum í Evrópu. Með því að senda ruslið til virkjunar tryggjum við að orkan úr því sé nýtt til húshitunar eða raforku, í stað þess að urða það.
Hægt er að framleiða orku fyrir allt að 70 milljónir manna í Evrópu með því að virkja rusl í stað þess að urða það.
Skoraðu á stjórnvöld
AFTUR HEIM
Skoraðu á stjórnvöld